Innlent

Vissi ekki að peningarnir kæmu frá Eir

jÓhannes Rúnar Jóhannsson
jÓhannes Rúnar Jóhannsson
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, tengdasonur Sigurðar Helga Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eirar, stóð í þeirri trú að gjafabréf á flugmiða sem Sigurður afhenti honum væri persónuleg gjöf frá tengdaföður hans.

Sigurður segir í bréfi til stjórnar Eirar, þar sem hann lýsir því yfir að hann muni endurgreiða gjafabréfið, að Jóhannes Rúnar hafi að ósekju verið dreginn inn í opinbera umræðu.

„Hann hafði aldrei ástæðu til annars en að ætla að gjafabréfið væri frá mér og greitt af mér en ekki með fjármunum úr þróunarsjóði Eirar," segir Sigurður.

Jóhannes Rúnar staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið og segist hafa talið bréfið persónulega gjöf.

- óþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×