Innlent

30 milljónir vegna PIP-púða

Talið er að um 400 konur hér á landi hafi verið með PIP-púða.
Talið er að um 400 konur hér á landi hafi verið með PIP-púða. nordicphotos/afp

HeilbrigðismálMeirihluti fjárlaganefndar leggur til að Landspítalinn fái 30 milljónir króna aukalega á fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við að fjarlægja PIP-brjóstapúða.



Þegar hafa 42 milljónir verið greiddar vegna 102 aðgerða sem gerðar voru frá febrúar og fram í september. Nú hefur dregið mjög úr umsóknum um aðgerðir til að fjarlægja púðana og þykir því líklegt að aðgerðirnar verði færri en upphaflega var talið. Þó er miðað við að allt að fimmtíu konur í viðbót sæki eftir aðgerð.- þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×