Áhugi annarra liða hvetur mig áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.fréttablaðið/anton Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira