Innlent

Telur ekkert banna einkarekstur

Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Sveitarfélög sem oft standa frammi fyrir miklum vanda þegar kemur að því að tryggja skólahald verða að geta leitað allra leiða til að svo megi verða. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma kallaði hún eftir úrskurði innanríkisráðherra vegna skólahalds í Tálknafirði þar sem sveitarstjórnin fól í haust Hjallastefnunni rekstur grunnskólans.

Þorgerður Katrín taldi ekkert í lögum um grunnskóla meina sveitarfélögum að fela einkaaðilum rekstur þeirra og kvaðst óttast að önnur sjónarmið myndu ráða för í úrskurði ráðherra en velferð barnanna, svo sem andúð Vinstri-grænna á einkarekstri í skólakerfinu eða fyrirmæli Kennarasambandsins.

Ögmundur áréttaði að fara þyrfti að lögum við rekstur grunnskóla og sveitarfélög gætu ekki leitað hvaða lausna sem væri.

Hann sagðist eiga von á að heyrðist frá ráðuneytinu „innan skamms" vegna málsins. „Margur heldur mig sig," sagði hann líka og kvaðst beina því til Þorgerðar að „tala fyrir eigin hönd þegar hún gerir því skóna að menn fylgi þröngri pólitískri línu og taki við skipunum annarra þegar verið er að komast að faglegri niðurstöðu". - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×