Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta 26. október 2012 08:00 Húsavík. „Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Sjá meira
„Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Sjá meira