Innlent

Íslenskum unglingum gengur best í ritun

Austurbæjarskóli Skólar á höfuðborgarsvæðinu voru með hæstu meðaleinkunnirnar. fréttablaðið/vilhelm
Austurbæjarskóli Skólar á höfuðborgarsvæðinu voru með hæstu meðaleinkunnirnar. fréttablaðið/vilhelm
Íslenskir tíundu bekkingar stóðu sig best í ensku á samræmdu prófunum í ár. Lakastar voru einkunnir þeirra í íslensku. Í einstökum hlutum prófa var meðaleinkunnin hæst í íslenskri ritun.

Búið er að birta fyrstu niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum sem nemendur þreyttu í september. Meðaleinkunn nemenda var hæst í ensku, 6,6. Í stærðfræði var meðaleinkunnin 6,5 og í íslensku 6,4. Í íslensku stóðu nemendurnir sig að meðaltali best í ritun, þar sem meðaleinkunnin var sjö, en einkunnin var 6,2 fyrir bæði málfræði og lestur og bókmenntir. Í stærðfræði gekk nemendum best með reikniaðgerðir og hlutföll og prósentur, þar sem meðaleinkunn var 6,8.

Meðaleinkunn nemenda í Reykjavík var hæst í öllum þremur prófunum, 6,6 í íslensku, 6,7 í stærðfræði og 6,8 í ensku. Nemendur í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur voru einnig með 6,7 í stærðfræði og 6,8 í ensku, en 6,5 í íslensku. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×