Alda atvinnulausra á leið á fjárhagsaðstoð 24. október 2012 05:00 Ráðhús Reykjavíkur Sveitarfélögin, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman í desember í fyrra í átaki til að tryggja atvinnuleitendum störf. Dregið hefur úr atvinnuleysi en sumir sem enn eru án vinnu eru að missa atvinnuleysisbætur. Borgin áætlar að útgjöld sín vegna fjárhagstoðar til framfærslu aukist þess vegna um þrjá milljarða króna á sex árum.FRéttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta. Fulltrúar Reykjavíkur funduðu með fjárlaganefnd Alþingis 15. október síðastliðinn um fjármál, fjárhagsstöðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Efst á minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar vegna fundarins voru atvinnuleysisbótaréttindi og fjárhagsaðstoð. Segir í minnisblaðinu að tæplega tvö þúsund manns í Reykjavík muni hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta fyrir lok næsta árs. Borgin vill meðal annars að bráðabirgðaákvæði um fjögurra ára bótarétt verði framlengt allt næsta ár eða að minnsta kosti um þrjá til sex mánuði. Grípa þurfi til sérstakra vinnumarkaðsaðgerða vegna þeirra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta. Fjármálaskrifstofan segir að þegar atvinnuleysi hafi aukist eftir hrunið hafi Alþingi hækkað tryggingargjald sem rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð. Á sama tíma hafi skuldbindingar sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, aukist vegna einstaklinga sem áttu rétt á fjárhagsaðstoð. „Alþingi samþykkti engar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga til að mæta þessum auknu útgjöldum en lagði á sveitarfélög að taka fullan þátt í fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs," segir fjármálaskrifstofan. Bent er á að þótt tryggingagjaldið hafi verið lækkað að hluta vegna fækkunar í hópi atvinnulausra hafi ekkert verið gert til að sveitarfélögin geti mætt þeim sem munu missa rétt til atvinnuleysisbóta og bætast í „sífellt stækkandi" hóp þeirra sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Lækkun tryggingargjalds er þó mun minni en nemur áætlaðri lækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Má líkja þessu við að ríkissjóður sé að skattleggja sveitarfélögin til að brúa gat sitt í fjármálum ríkisins," segir fjármálaskrifstofan sem kveður ríkið og sveitarfélögin verða að meta „nauðsynlega tilfærslu" tekna til sveitarfélaga. „Eðlilegra hefði verið að færa tekjur af tryggingargjaldi til þeirra sveitarfélaga sem bera þyngstar byrðar í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar vegna afleiðinga hrunsins," segir fjármálaskrifstofan. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira