Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá 24. október 2012 07:30 Starfið kynnt Páll Þórhallsson, formaður sérfræðingahóps sem yfirfer drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, kynnti vinnu hópsins fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær.Fréttablaðið/gva Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira