Innlent

Flúor ekki yfir hámörkum

Alcoa Fjarðaál Náttúrustofa Austurlands annaðist mælingar á flúor.
fréttablaðið/valli
Alcoa Fjarðaál Náttúrustofa Austurlands annaðist mælingar á flúor. fréttablaðið/valli fréttablaðið/valli
Upplýsingar frá Alcoa Fjarðaáli til Matvælastofnunar sýna að magn flúors í heyi í Reyðarfirði var í öllum tilfellum undir hámarksgildum. Í tveimur mælingum af sautján reyndist magn flúors yfir mörkum fyrir mjólkandi kýr.

Í báðum tilfellum var um að ræða tún sem hestamenn í Reyðarfirði heyja fyrir hross en mælingarnar eru vel undir hámarksgildum fyrir fóður sem ætlað er hrossum.

Að mati MATS gefa niðurstöðurnar ekki tilefni til að ætla að fólki stafi hætta af neyslu búfjárafurða eða matjurta af svæðinu og ekki ástæða fyrir bændur að breyta búháttum sínum, fóðrun eða beitarvenjum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×