Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns 28. september 2012 07:30 Jóhanna Sigurðardóttir Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira