Innlent

Beikonkreppa er í uppsiglingu

Morgunmatur
Morgunmatur
Evrópskir neytendur þurfa mögulega að greiða tvöfalt hærra verð fyrir beikon vegna minni framleiðslu.

Bændur í Evrópu hafa skorið niður svínastofninn vegna hækkandi fóðurverðs, að því er segir á fréttavef danska ríkisútvarpsins sem vitnar í Wall Street Journal.

Samtök breskra svínabænda hafa spáð allt að 10 prósenta minni framleiðslu sem myndi hafa í för með sér 50 prósenta verðhækkun. Á vef danska ríkisútvarpsins segir að smásalar, sem þegar glími við minni neyslu, hafi ekki hækkað verð af ótta við að missa viðskiptavini.- ibs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×