Kanínan orðin hluti af villtri fánu Íslands 27. september 2012 09:00 í elliðaárdal Stofni kanínu fækkar mikið yfir veturinn en viðkoman er gríðarleg yfir sumarið. Kvendýrið getur gotið nokkrum sinnum á ári, 3 til 5 ungum í senn, og verður kynþroska 6 mánaða gamalt. Stofninn getur því margfaldast á stuttum tíma.fréttablaðið/pjetur Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum. Ævar Petersen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur rétt að líta á kanínuna sem villtan stofn í fánu Íslands og bendir á að sögu hennar á Íslandi megi rekja allt aftur á 19. öld. Stofninn hafi náð sér á strik og dáið út í mörg skipti frá þeim tíma, en núverandi stofn sé tilkominn vegna sleppinga fólks á gæludýrum sínum sem verði að teljast ámælisvert. Spurður um stofnstærð segir Ævar erfitt að fullyrða nokkuð þar um. „Ég held að rétt sé að segja að stofnstærðin sé mörg hundruð eða fá þúsund dýr," segir Ævar. Í maí 2010 sótti umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur til umhverfisráðuneytisins um undanþágu frá lögum til að fækka kanínum í borginni vegna tjóns sem þær yllu og þá helst á gróðri. Undanþága var veitt til veiða árið 2010 og jafnframt farið fram á að útbreiðsla kanína innan borgarlandsins yrði könnuð frekar, umfang vandamála af þeirra völdum metið og að gerðar yrðu tillögur að því hvernig tekið yrði á málum til frambúðar. Niðurstaðan liggur fyrir en verkfræðistofan Verkís annaðist úttektina. Óverulegur fjöldi dýra fannst á átta talningarreitum í borgarlandinu þá daga sem talið var, en rannsóknin var gerð í mars 2012, eða á þeim tíma sem stofninn er í lágmarki. Langmest var af dýrinu í Elliðaárdal við Mjódd (85%) þar sem fólk hefur fóðrað kanínurnar yfir veturinn. Í skýrslunni segir jafnframt að í svari umhverfisráðuneytisins frá 8. júní 2010 við erindi borgarinnar komi fram að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lýst yfir að útrýma bæri kanínum úr íslenskri náttúru og að Umhverfisstofnun hafi tekið undir það sjónarmið.- shá Fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum. Ævar Petersen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur rétt að líta á kanínuna sem villtan stofn í fánu Íslands og bendir á að sögu hennar á Íslandi megi rekja allt aftur á 19. öld. Stofninn hafi náð sér á strik og dáið út í mörg skipti frá þeim tíma, en núverandi stofn sé tilkominn vegna sleppinga fólks á gæludýrum sínum sem verði að teljast ámælisvert. Spurður um stofnstærð segir Ævar erfitt að fullyrða nokkuð þar um. „Ég held að rétt sé að segja að stofnstærðin sé mörg hundruð eða fá þúsund dýr," segir Ævar. Í maí 2010 sótti umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur til umhverfisráðuneytisins um undanþágu frá lögum til að fækka kanínum í borginni vegna tjóns sem þær yllu og þá helst á gróðri. Undanþága var veitt til veiða árið 2010 og jafnframt farið fram á að útbreiðsla kanína innan borgarlandsins yrði könnuð frekar, umfang vandamála af þeirra völdum metið og að gerðar yrðu tillögur að því hvernig tekið yrði á málum til frambúðar. Niðurstaðan liggur fyrir en verkfræðistofan Verkís annaðist úttektina. Óverulegur fjöldi dýra fannst á átta talningarreitum í borgarlandinu þá daga sem talið var, en rannsóknin var gerð í mars 2012, eða á þeim tíma sem stofninn er í lágmarki. Langmest var af dýrinu í Elliðaárdal við Mjódd (85%) þar sem fólk hefur fóðrað kanínurnar yfir veturinn. Í skýrslunni segir jafnframt að í svari umhverfisráðuneytisins frá 8. júní 2010 við erindi borgarinnar komi fram að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lýst yfir að útrýma bæri kanínum úr íslenskri náttúru og að Umhverfisstofnun hafi tekið undir það sjónarmið.- shá
Fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira