Innlent

Söfnun fyrir hjartveik börn

Lita hjartað rautt
Kaupmenn og starfsfólk hófu átakið á miðvikudag.
mynd/Neil John Smith
Lita hjartað rautt Kaupmenn og starfsfólk hófu átakið á miðvikudag. mynd/Neil John Smith
Rekstrarfélag Kringlunnar hefur hleypt af stokkunum söfnun fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Láttu hjartað ráða" eru einkunnarorð söfnunarinnar en tilefnið er 25 ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar. Útbúinn hefur verið hjartalaga baukur sem stendur miðsvæðis í Kringlunni.

Það er von kaupmanna og starfsfólks að viðskiptavinir taki þátt í að lita „söfnunarhjartað" rautt með því að láta af hendi 500 krónur. - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×