Akureyrarborg fengi skýrara hlutverk gagnvart ríkinu 31. ágúst 2012 08:00 Úr bæ í borg? Bæjarstjóra Akureyrar finnst ekki skipta nokkru máli hvort Akureyri er bær eða borg.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Með því að skilgreina Akureyri sem borg yrði hlutverk hennar og ábyrgð skýrari gagnvart ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Engin ákvæði eru í lögum sem tilgreina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf að uppfylla til að fá borgartitil. Þóroddur sendi bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar nýverið fyrirspurn um álit þeirra á þessari mögulegu breytingu. „Þetta gæti einfaldað ákveðin mál, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins," segir Þóroddur. „Þetta mundi skýra betur þjónustuhlutverk sjúkrahússins í samhengi við hvernig heilbrigðiskerfi á að byggja upp sem er nógu stórt fyrir landshlutann." Gagnvart ríkinu segir Þóroddur að borgartitill gæti skýrt hví Akureyri fær hluti sem önnur bæjarfélög fá ekki sem og ábyrgðarhlutverk hennar vegna þess. Engin fordæmi eru fyrir þessu hér á landi og telur Þóroddur að nóg sé að bæjaryfirvöld ákveði að breyta skilgreiningunni. „Ef þau lýsa því yfir að bærinn verði borg frá áramótum, þá verður það bara þannig." Reykjavík var skilgreind sem borg árið 1962, en þá voru íbúarnir um 75 þúsund. Akureyri er fjórði stærsti bær landsins, með átján þúsund íbúa, og sá stærsti utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúafjöldi Kópavogs er næstmestur á eftir Reykjavík, en þar búa rúmlega 31 þúsund íbúar. Nýverið kom sú hugmynd upp að Kópavogur yrði skilgreindur sem borg í ljósi íbúafjöldans. Þóroddur segir það ekki duga til. „Kópavogur getur verið öflugt og gott samfélag, en hefur ekki mikið þjónustuhlutverk út fyrir bæjarmörkin," segir hann. „Reykjavík er lítil í alþjóðlegu samhengi, en sinnir því sem hún á að sinna sem höfuðborg. Því verður Kópavogur aldrei borg, sama hvað hann er stór." Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, kallar málið orðaleik. „Mér finnst þetta ekki skipta neinu máli," segir hann. „Vissulega er eðlilegt að hugmyndin komi upp og hún rædd, en okkur hefur liðið ágætlega sem bær í 150 ár og líður sennilega ágætlega í önnur eins." Akureyri vikublað greindi frá því í gær að Jón Gnarr borgarstjóri, sem staddur var á Akureyri í tilefni afmælishátíðar bæjarins, hefði tekið afar vel í hugmyndina. „Mér finnst það löngu tímabært að Akureyri breytist úr bæ í borg og styð það heils hugar," sagði borgarstjórinn. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Með því að skilgreina Akureyri sem borg yrði hlutverk hennar og ábyrgð skýrari gagnvart ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Engin ákvæði eru í lögum sem tilgreina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf að uppfylla til að fá borgartitil. Þóroddur sendi bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar nýverið fyrirspurn um álit þeirra á þessari mögulegu breytingu. „Þetta gæti einfaldað ákveðin mál, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins," segir Þóroddur. „Þetta mundi skýra betur þjónustuhlutverk sjúkrahússins í samhengi við hvernig heilbrigðiskerfi á að byggja upp sem er nógu stórt fyrir landshlutann." Gagnvart ríkinu segir Þóroddur að borgartitill gæti skýrt hví Akureyri fær hluti sem önnur bæjarfélög fá ekki sem og ábyrgðarhlutverk hennar vegna þess. Engin fordæmi eru fyrir þessu hér á landi og telur Þóroddur að nóg sé að bæjaryfirvöld ákveði að breyta skilgreiningunni. „Ef þau lýsa því yfir að bærinn verði borg frá áramótum, þá verður það bara þannig." Reykjavík var skilgreind sem borg árið 1962, en þá voru íbúarnir um 75 þúsund. Akureyri er fjórði stærsti bær landsins, með átján þúsund íbúa, og sá stærsti utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúafjöldi Kópavogs er næstmestur á eftir Reykjavík, en þar búa rúmlega 31 þúsund íbúar. Nýverið kom sú hugmynd upp að Kópavogur yrði skilgreindur sem borg í ljósi íbúafjöldans. Þóroddur segir það ekki duga til. „Kópavogur getur verið öflugt og gott samfélag, en hefur ekki mikið þjónustuhlutverk út fyrir bæjarmörkin," segir hann. „Reykjavík er lítil í alþjóðlegu samhengi, en sinnir því sem hún á að sinna sem höfuðborg. Því verður Kópavogur aldrei borg, sama hvað hann er stór." Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, kallar málið orðaleik. „Mér finnst þetta ekki skipta neinu máli," segir hann. „Vissulega er eðlilegt að hugmyndin komi upp og hún rædd, en okkur hefur liðið ágætlega sem bær í 150 ár og líður sennilega ágætlega í önnur eins." Akureyri vikublað greindi frá því í gær að Jón Gnarr borgarstjóri, sem staddur var á Akureyri í tilefni afmælishátíðar bæjarins, hefði tekið afar vel í hugmyndina. „Mér finnst það löngu tímabært að Akureyri breytist úr bæ í borg og styð það heils hugar," sagði borgarstjórinn. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira