Vantar yfir 1.000 kennara á leikskóla til að uppfylla lög 30. ágúst 2012 09:00 leikskólar Miðað við óbreyttar forsendur verða lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar leikskólastarfsmanna skuli hafa háskólagráðu í faginu ekki uppfyllt fyrr en 2041.fréttablaðið/daníel Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira