Innlent

Gunnar Andersen ákærður

Ákæran var gefin út um miðjan júlí síðastliðinn. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.
Ákæran var gefin út um miðjan júlí síðastliðinn. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.
Embætti ríkissaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari Andersen, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), og starfsmanni Landsbankans fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gunnar hefur auk þess verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Ákæran var gefin út um miðjan júlí síðastliðinn. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.

Málið snýst um að Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að afla gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns fyrir sig. Þeim gögnum var síðan komið til DV sem birti frétt byggða á gögnunum.

Stjórn FME tilkynnti Gunnari að til stæði að segja honum upp störfum föstudaginn 17. febrúar síðastliðinn. Þann 1. mars leysti hún Gunnar síðan formlega frá störfum og kærði hann auk þess til lögreglu fyrir brot í starfi. Starfsmaður Landsbankans sem aflaði gagnanna var sendur í ótímabundið leyfi. Auk þeirra tveggja höfðu Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, og Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, réttarstöðu sakborninga í málinu. Mál þeirra tveggja síðastnefndu var hins vegar látið niður falla og var þeim tilkynnt um það seinni part júlímánaðar.

Ársæll sagði í yfirlýsingu sem send var út 12. mars að hann hefði komið gögnum um Guðlaug Þór frá FME til DV. Maður hefði komið heim til hans og beðið hann um að koma gögnunum til Gunnars Andersen. Gunnar hefði síðar beðið hann um að koma gögnunum til DV, sem hann hefði gert.

Þann 29. febrúar birtist síðan frétt í DV um að eignarhaldsfélag í eigu Guðlaugs Þórs hefði fengið greiddar tæpar 33 milljónir króna frá Landsbanka Íslands í júní 2003 vegna sölu hans á umboði fyrir tryggingamiðlun svissneska tryggingafélagsins Swiss Life, sem hann seldi til Landsbankans á þessum tíma.- þsjAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.