Bóndinn á brunastað efins um slökkvistarf 10. ágúst 2012 06:15 Bóndinn á Hrafnabjörgum segir veiðimann hafa kveikt eld með óaðgæslu og síðan laumast á brott. Grafinn var skurður í gær til að hefta útbreiðslu eldsins. Útlit er fyrir rigningu á svæðinu annað kvöld og á sunnudag. Mynd/Hafþór Gunnarsson „Það var maður sem fór að grilla hérna við vatnið og kveikti í og laumaðist svo í burt,“ segir Samúel Sigurjónsson, bóndi í Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi, um upptök eldsins sem logað hefur í landi hans frá því á föstudag í síðustu viku. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur barist við eldinn í Hrossatanga sem gengur út í Laugarbólsvatn í miðjum Laugardalnum. Auk aðstoðar frá þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrradag kom mannskapur í gær frá slökkviliðinu á Hólmavík. Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri segir Laugarbólsvatn og Laugardalsána sem úr því rennur hindra eldinn í að komast yfir í vesturhluta dalsins. Hins vegar hefur hvass vindur úr vestri greitt eldinum leið út dalinn þar sem allur gróður og jarðvegur sé skraufþurr. Þorbjörn segir að tekist hafi að halda eldinum í skefjum. „En hann logar upp aftur og aftur,“ segir Þorbjörn. Í gær var hafist handa við að grafa tveggja metra breiðan og um eitt hundrað metra langan skurð þvert yfir tangann þar sem eldurinn kraumar enn í jarðvegi og gróðri. Þorbjörn segir skurðinum ætlað að afmarka brunasvæðið. „Síðan er ekkert annað að gera en að dæla á þetta vatni,“ segir slökkviliðsstjórinn sem kveður skurðinn grafinn í samráði við landeigandann. Sá hefur hins vegar litla trú á skurðgreftrinum. „Mér finnst þetta tómt óráð,“ segir Sigurjón í Hrafnabjörgum. „Ég tel að þeir ættu að leggja meira kapp í að bleyta þetta og taka sér ekki frí þegar komið er að kvöldi og koma svo kannski ekki fyrr en um tíuleytið daginn eftir þegar hvessir og þeir ráða ekki við neitt.“ Samkvæmt því sem Þorbjörn segir var þó mannskapur á staðnum í fyrrinótt. Á bilinu 20 til 25 manns hafi verið í Hrossatanga í gær með slökkvibíla og dælur auk þess sem von sé á viðbótartækjum. „Við vonumst til þess að geta klárað þetta um helgina,“ segir slökkviliðsstjórinn og bætir við að gengið verði þannig frá skurðinum að hægt verði að græða í sárið aftur. Sigurjón segir að landið sem er brunnið sé um átta hektarar. Það var gróið lyngi, fjalldrapa og grasi. „Þetta var beitiland en það er allt brunnið niður í grjót,“ segir bóndinn. Slökkviliðsstjórinn segir eldsupptökin ókunn en kveður varla um annað að ræða en að eldurinn sé af mannavöldum. gar@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Það var maður sem fór að grilla hérna við vatnið og kveikti í og laumaðist svo í burt,“ segir Samúel Sigurjónsson, bóndi í Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi, um upptök eldsins sem logað hefur í landi hans frá því á föstudag í síðustu viku. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur barist við eldinn í Hrossatanga sem gengur út í Laugarbólsvatn í miðjum Laugardalnum. Auk aðstoðar frá þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrradag kom mannskapur í gær frá slökkviliðinu á Hólmavík. Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri segir Laugarbólsvatn og Laugardalsána sem úr því rennur hindra eldinn í að komast yfir í vesturhluta dalsins. Hins vegar hefur hvass vindur úr vestri greitt eldinum leið út dalinn þar sem allur gróður og jarðvegur sé skraufþurr. Þorbjörn segir að tekist hafi að halda eldinum í skefjum. „En hann logar upp aftur og aftur,“ segir Þorbjörn. Í gær var hafist handa við að grafa tveggja metra breiðan og um eitt hundrað metra langan skurð þvert yfir tangann þar sem eldurinn kraumar enn í jarðvegi og gróðri. Þorbjörn segir skurðinum ætlað að afmarka brunasvæðið. „Síðan er ekkert annað að gera en að dæla á þetta vatni,“ segir slökkviliðsstjórinn sem kveður skurðinn grafinn í samráði við landeigandann. Sá hefur hins vegar litla trú á skurðgreftrinum. „Mér finnst þetta tómt óráð,“ segir Sigurjón í Hrafnabjörgum. „Ég tel að þeir ættu að leggja meira kapp í að bleyta þetta og taka sér ekki frí þegar komið er að kvöldi og koma svo kannski ekki fyrr en um tíuleytið daginn eftir þegar hvessir og þeir ráða ekki við neitt.“ Samkvæmt því sem Þorbjörn segir var þó mannskapur á staðnum í fyrrinótt. Á bilinu 20 til 25 manns hafi verið í Hrossatanga í gær með slökkvibíla og dælur auk þess sem von sé á viðbótartækjum. „Við vonumst til þess að geta klárað þetta um helgina,“ segir slökkviliðsstjórinn og bætir við að gengið verði þannig frá skurðinum að hægt verði að græða í sárið aftur. Sigurjón segir að landið sem er brunnið sé um átta hektarar. Það var gróið lyngi, fjalldrapa og grasi. „Þetta var beitiland en það er allt brunnið niður í grjót,“ segir bóndinn. Slökkviliðsstjórinn segir eldsupptökin ókunn en kveður varla um annað að ræða en að eldurinn sé af mannavöldum. gar@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira