Innlent

Lónið á yfirfall fimm vikum fyrr

Yfirfallið myndar foss sem er um 100 metra hár en vatnið fellur í Hafrahvammagljúfur.mynd/landsvirkjun
Yfirfallið myndar foss sem er um 100 metra hár en vatnið fellur í Hafrahvammagljúfur.mynd/landsvirkjun
Hálslón hefur náð yfirfallshæð, sem er 625 metrar yfir sjávarmáli, og vatn úr lóninu mun því renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í Jöklu í kjölfarið. Sex ár eru síðan Hálslón hóf að myndast og hefur það fyllst á hverju ári síðan. Í ár hefur lónið fyllst rúmum fimm vikum fyrr en á árinu 2011.

Miðlunarlón Landsvirkjunar hafa nú náð 92 prósent fyllingu, þrátt fyrir að vatn hafi runnið óhindrað í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og efri hluta Þjórsár frá því í maí. Í lok júlí var kominn verulegur kraftur í jökulárnar og nokkuð víst að öll miðlunarlón muni fyllast í sumar.

Ástæður þessa eru nokkrar, segir í frétt Landsvirkjunar. Síðasta haust var rennsli jökuláa talsvert fram í lok nóvember. Sem dæmi má nefna að þann mánuð var fjórum sinnum meira innrennsli í Hálslón en búist var við.

Blöndulón stóð fyrir helgi í 477 metrum og vantar tæpa 80 sentímetra á að það fyllist en gert er ráð fyrir að það fyllist um miðjan ágúst. Þórisvatn er nánast fullt og vegna framkvæmda við Búðarháls verður það ekki fyllt meira. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×