Innlent

Vilja ræða laug í Fossvogsdal

Stungið var upp á sundlaug í landi Skógræktarinnar árið 2007.
Stungið var upp á sundlaug í landi Skógræktarinnar árið 2007.
Reykjavíkurborg hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um málefni Fossvogsdals. Ræða á um hugsanlega sundlaug og göngu- og hjólatengingu yfir Fossvog.

Hugmyndir um sundlaug í Fossvogsdal hafa áður komið til tals á þessum vettvangi en þær voru lagðar til hliðar eftir hrunið 2008. Bæjarráð Kópavogs segist gera fyrirvara um hugmyndir borgarinnar um kostnaðarskiptingu en hefur falið bæjarstjóra að vinna að málinu. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×