Innlent

Eftirlifandi flytur ávarp

Alls er talið að á bilinu 150 til 250 þúsund manns hafi látist í árásunum á Hírosíma og Nagasakí.
Alls er talið að á bilinu 150 til 250 þúsund manns hafi látist í árásunum á Hírosíma og Nagasakí.
Árleg kertafleyting íslenskra friðarsinna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírosíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 fer fram annað kvöld í Reykjavík og á Akureyri.

Í Reykjavík fer kertafleyting fram við Tjörnina í miðborginni og hefst klukkan 22.30. Inosuka Hayasaki, einn eftirlifenda kjarnorkuárásarinnar á Nagasakí, mun flytja ávarp við upphaf athafnarinnar. Á Akureyri fer kertafleyting fram við Minjasafnstjörnina og hefst kl. 22.00.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×