Innlent

Iceland Express ekki til Berlínar

Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor.

Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, sagði í samtali við Túristi.is að markaðurinn fyrir fluginu væri ekki til staðar.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×