Kaupfélagið sem má ekki heita Kaupfélag 8. ágúst 2012 03:15 Það var hálfgerð sveitaballastemning við opnun Kjörbúðarinnar enda hefur verið verslunarlaust á svæðinu í átta ár. mynd/Karítas Friðriksdóttir „Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. Hún ber heitið Kjörbúðin og er í húsi Kaupfélags Bitrufjarðar sem lokað var árið 2004 og hefur síðan þá engin verslun verið á svæðinu. „Það hefur því verið langt að fara fyrir fólk að versla,“ segir Andrea og bætir við að rúmir fimmtíu kílómetrar séu til Hólmavíkur en margir á svæðinu kjósi að fara um hundrað kílómetra leið til að kaupa inn í Borgarnesi. Fyrir tveimur árum var lagður vegur um Arnkötludal og Gautsdal, svokallaðir Þröskuldar, sem styttir leiðina umtalsvert frá Vesturlandi og til Stranda en sá vegur sker einnig Bitrufjörð úr leið. Þetta er þó engin fyrirstaða í augum verslunarfólksins en Andrea segir að fyrst um sinn hafi dregið nokkuð úr umferð við Bitrufjörð en hún sé þó með mesta móti nú í sumar. En fleira gengur verslunarmönnunum til því kjörbúðin mun væntanlega hafa nokkuð félagslegt gildi. „Hér er enginn skóli, félagsheimili eða annar vettvangur þar sem fólk hittist þannig að nú getur það komið hingað og tekið púlsinn á mannlífinu,“ segi hún. Í versluninni er einnig upplýsingamiðstöð og segja má menningasetur því þar verða myndlistarsýningar, tónleikar og aðrar menningarlegar uppákomur. Einnig er hægt að fara þar á veraldarvefinn. Hún segir að fólk hafi komið víða að til að vera viðstatt opnunina og að margir hafi orðið glaðir yfir að sjá líf glæðast í þessu sögufræga húsi. „Það töluðu margir um það að kaupfélagið væri að opna aftur. Við ætluðum reyndar að láta búðina heita Kaupfélag Bitrufjarðar en það má víst ekki samkvæmt nýjum reglum nema ef verslunin er rekin eins og kaupfélag en það breytir því ekki að heimamenn kalla þetta kaupfélagið í daglegu tali.“ Það fer vel á því að verslunarsaga Bitrufjarðar taki kipp á þessu ári en í ár eru einmitt liðin hundrað ár frá því að verslun var þar opnuð í fyrsta sinn. Það var Metúsalem Jóhannsson sem þá reið á vaðið en samkvæmt umfjöllun fréttavefsins Strandir.is varð fram að þeim tíma að leggja inn pöntun hjá Dalafélaginu sem hafði umsvif víðar en í Dalasýslu. jse@frettabladid.is Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. Hún ber heitið Kjörbúðin og er í húsi Kaupfélags Bitrufjarðar sem lokað var árið 2004 og hefur síðan þá engin verslun verið á svæðinu. „Það hefur því verið langt að fara fyrir fólk að versla,“ segir Andrea og bætir við að rúmir fimmtíu kílómetrar séu til Hólmavíkur en margir á svæðinu kjósi að fara um hundrað kílómetra leið til að kaupa inn í Borgarnesi. Fyrir tveimur árum var lagður vegur um Arnkötludal og Gautsdal, svokallaðir Þröskuldar, sem styttir leiðina umtalsvert frá Vesturlandi og til Stranda en sá vegur sker einnig Bitrufjörð úr leið. Þetta er þó engin fyrirstaða í augum verslunarfólksins en Andrea segir að fyrst um sinn hafi dregið nokkuð úr umferð við Bitrufjörð en hún sé þó með mesta móti nú í sumar. En fleira gengur verslunarmönnunum til því kjörbúðin mun væntanlega hafa nokkuð félagslegt gildi. „Hér er enginn skóli, félagsheimili eða annar vettvangur þar sem fólk hittist þannig að nú getur það komið hingað og tekið púlsinn á mannlífinu,“ segi hún. Í versluninni er einnig upplýsingamiðstöð og segja má menningasetur því þar verða myndlistarsýningar, tónleikar og aðrar menningarlegar uppákomur. Einnig er hægt að fara þar á veraldarvefinn. Hún segir að fólk hafi komið víða að til að vera viðstatt opnunina og að margir hafi orðið glaðir yfir að sjá líf glæðast í þessu sögufræga húsi. „Það töluðu margir um það að kaupfélagið væri að opna aftur. Við ætluðum reyndar að láta búðina heita Kaupfélag Bitrufjarðar en það má víst ekki samkvæmt nýjum reglum nema ef verslunin er rekin eins og kaupfélag en það breytir því ekki að heimamenn kalla þetta kaupfélagið í daglegu tali.“ Það fer vel á því að verslunarsaga Bitrufjarðar taki kipp á þessu ári en í ár eru einmitt liðin hundrað ár frá því að verslun var þar opnuð í fyrsta sinn. Það var Metúsalem Jóhannsson sem þá reið á vaðið en samkvæmt umfjöllun fréttavefsins Strandir.is varð fram að þeim tíma að leggja inn pöntun hjá Dalafélaginu sem hafði umsvif víðar en í Dalasýslu. jse@frettabladid.is
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira