Innlent

Rekstur Landsbjargar í járnum

Hörður Már Harðarson
Hörður Már Harðarson
„Við erum ekki á vonarvöl. Við eigum varasjóð sem er ágætur en ekkert gríðarlegur. Svo að þetta er í járnum,“ segir Hörður Már Harðarson, stjórnarformaður Landsbjargar, sem neyddist nýverið til að loka þjálfunaraðstöðu í Gufuskálum af fjárhagsástæðum.

„Það er ekkert öðruvísi hjá okkur en öðrum að það þarf að draga saman seglin,“ segir Hörður. Hann segir að stærsti tekjupóstur Landsbjargar, Íslandsspil, sé miklum mun minni en hann var fyrir nokkrum árum. Íslandsspil rekur spilakassa og er í eigu Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ.

„Á sama tíma hafa öll útgjöld aukist til muna, tekjur hækkað og annað,“ segir Hörður. Þess vegna hafi til dæmis þurft að segja upp tveimur starfsmönnum á skrifstofu Landsbjargar í fyrra.

Regnhlífarsamtökin Landsbjörg reka skrifstofu, sjá um innkaup á flugeldum og geymslu þeirra á milli ára, flytja inn fatnað fyrir björgunarsveitarfólk og sjá um alls kyns magninnkaup. Svo reka þau björgunarskólann og halda á bilinu 350 til 400 námskeið á ári fyrir upprennandi björgunarsveitarfólk.

En eru frekari hagræðingaraðgerðir framundan? „Það er allt of snemmt að segja að þetta sé búið en ég hef á tilfinningunni að við séum að mestu komin fyrir vind,“ segir Hörður.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×