Vefsíur gagnslausar í baráttunni gegn barnaklámi 2. ágúst 2012 05:00 Félag um stafrænt frelsi á Íslandi varar við upptöku síu sem lokar á vefumferð. Þótt tilgangurinn sé að vinna gegn dreifingu á efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt sé veruleikinn sá að sían sé gagnslítil og takmarki lögleg samskipti. Nordicphotos/AFP Félag um stafrænt frelsi á Íslandi er mótfallið upptöku vefsíu til að hamla umferð Íslendinga á vefsíður með efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Síur séu í besta falli gagnslausar og geti í raun gert ógagn. Vefsíur sem hamla eiga umferð inn á vefsíður með ólöglegu efni, þar á meðal efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt eða ofbeldi gegn börnum, eru gangslausar og gætu veitt falska öryggiskennd. Þetta segir Þröstur Jónasson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) í samtali við Fréttablaðið. Í síðustu viku var sagt frá norsku síunni CSAADF, sem lögregla hefur hannað í samstarfi við netfyrirtæki, og áhuga lögreglu á að setja síuna upp hér á landi. FSFÍ segja síuna hins vegar einungis bjóða heim hættu á ritskoðun á netnotkun landsmanna. „Þetta er engin lausn,“ segir Þröstur. „Allir þeir sem vilja geta komist fram hjá síum eins og þessum og þannig eru þær engin hindrun. Hins vegar fá aðrir falska öryggiskennd um að í þessu felist vernd. Þá er dregin upp sú mynd að búið sé að gera eitthvað í málinu og það vinnur gegn því að eitthvað sé gert í hlutunum fyrir alvöru.“ Þröstur segir að til séu úrræði til að berjast gegn efni sem sýni börn á kynferðislegan hátt og þeim einstaklingum sem framleiða slíkt. Það útheimti hins vegar tíma, sérfræðiþekkingu og fjármuni. „Það er mun gáfulegra að ráðast að rót vandans og þá sem eru að framleiða efnið og dreifa því. Til þess þarf að finna og greina efni sem sýnir brot á börnum og leita ofbeldisfólk uppi. Það er flókið og dýrt en skilar árangri eins og við höfum séð að minnsta kosti tvisvar síðasta ár þar sem tugir manna voru teknir í aðgerðum Interpol.“ Einn þátta í þessari baráttu segir Þröstur felast í aukinni fræðslu þar sem almenningi sé bent á leiðir til að gera vart við vafasamt efni sem það rekst á. Sem dæmi nefnir Þröstur tilkynningarhnapp á vef Barnaheilla þar sem hægt er að gera lögreglu viðvart um síðurnar. Þröstur segir annan flöt á þessu máli vera þann að ritskoðun á efni á Internetinu eigi ekki rétt á sér. „Svona síur hafa átt það til að vinda upp á sig og þróast út í að verða að ritskoðun sem skemmir möguleika á samskiptum þrátt fyrir fullyrðingar um annað.“ Þröstur segir norsku síuna vera gott dæmi um slíkt. Þrátt fyrir að því sé haldið fram að ekki sé verið að safna upplýsingum um þá sem rekast á vefsíður úr gagnagrunni síunnar hafi lögregla á hraðbergi upplýsingar um hversu oft viðvörunarsíða birtist þeim sem lenda í síunni, sem bendi til hins gagnstæða. Þá hafi gagnagrunnurinn innihaldið vefsíður sem ekki innihéldu ofbeldisefni gegn börnum. „Þegar reynt er að ákveða hvað megi skoða og hvað ekki er verið að bjóða heim takmörkunum á frjálsum upplýsingum sem er brot á mannréttindum,“ segir Þröstur. „Þau lönd sem slíkt stunda eru ekki félagsskapur sem við Íslendingar viljum vera í.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi er mótfallið upptöku vefsíu til að hamla umferð Íslendinga á vefsíður með efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Síur séu í besta falli gagnslausar og geti í raun gert ógagn. Vefsíur sem hamla eiga umferð inn á vefsíður með ólöglegu efni, þar á meðal efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt eða ofbeldi gegn börnum, eru gangslausar og gætu veitt falska öryggiskennd. Þetta segir Þröstur Jónasson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) í samtali við Fréttablaðið. Í síðustu viku var sagt frá norsku síunni CSAADF, sem lögregla hefur hannað í samstarfi við netfyrirtæki, og áhuga lögreglu á að setja síuna upp hér á landi. FSFÍ segja síuna hins vegar einungis bjóða heim hættu á ritskoðun á netnotkun landsmanna. „Þetta er engin lausn,“ segir Þröstur. „Allir þeir sem vilja geta komist fram hjá síum eins og þessum og þannig eru þær engin hindrun. Hins vegar fá aðrir falska öryggiskennd um að í þessu felist vernd. Þá er dregin upp sú mynd að búið sé að gera eitthvað í málinu og það vinnur gegn því að eitthvað sé gert í hlutunum fyrir alvöru.“ Þröstur segir að til séu úrræði til að berjast gegn efni sem sýni börn á kynferðislegan hátt og þeim einstaklingum sem framleiða slíkt. Það útheimti hins vegar tíma, sérfræðiþekkingu og fjármuni. „Það er mun gáfulegra að ráðast að rót vandans og þá sem eru að framleiða efnið og dreifa því. Til þess þarf að finna og greina efni sem sýnir brot á börnum og leita ofbeldisfólk uppi. Það er flókið og dýrt en skilar árangri eins og við höfum séð að minnsta kosti tvisvar síðasta ár þar sem tugir manna voru teknir í aðgerðum Interpol.“ Einn þátta í þessari baráttu segir Þröstur felast í aukinni fræðslu þar sem almenningi sé bent á leiðir til að gera vart við vafasamt efni sem það rekst á. Sem dæmi nefnir Þröstur tilkynningarhnapp á vef Barnaheilla þar sem hægt er að gera lögreglu viðvart um síðurnar. Þröstur segir annan flöt á þessu máli vera þann að ritskoðun á efni á Internetinu eigi ekki rétt á sér. „Svona síur hafa átt það til að vinda upp á sig og þróast út í að verða að ritskoðun sem skemmir möguleika á samskiptum þrátt fyrir fullyrðingar um annað.“ Þröstur segir norsku síuna vera gott dæmi um slíkt. Þrátt fyrir að því sé haldið fram að ekki sé verið að safna upplýsingum um þá sem rekast á vefsíður úr gagnagrunni síunnar hafi lögregla á hraðbergi upplýsingar um hversu oft viðvörunarsíða birtist þeim sem lenda í síunni, sem bendi til hins gagnstæða. Þá hafi gagnagrunnurinn innihaldið vefsíður sem ekki innihéldu ofbeldisefni gegn börnum. „Þegar reynt er að ákveða hvað megi skoða og hvað ekki er verið að bjóða heim takmörkunum á frjálsum upplýsingum sem er brot á mannréttindum,“ segir Þröstur. „Þau lönd sem slíkt stunda eru ekki félagsskapur sem við Íslendingar viljum vera í.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira