Ungir karlar nota frekar munntóbak 1. ágúst 2012 06:30 Ný könnun sýnir að 7,3% karla nota tóbak í vörina. Flestir nota íslenskt tóbak. Fréttablaðið/GVA Um 7,3% íslenskra karlmanna taka tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tímann prófað það, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Hlutfallið er mun hærra í yngri aldursflokkum. Um er að ræða símakönnun sem var gerð í mars og apríl og svöruðu tæplega 1.100 karlar spurningunni. Munntóbaksneysla meðal kvenna var undir einu prósenti. Þegar litið er til aldursdreifingar sést að nær fimmtungur í hópi átján til 24 ára tekur tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tíma tekið í vörina. Á aldursbilinu 25 til 34 ára taka 15% svarenda í vörina, en 28% segjast einhvern tíma hafa tekið í vörina, en einungis 1% af svarendum sem eru 45 ára eða eldri. Langflestir sem taka í vörina segjast nota neftóbak frá ÁTVR, eða annað íslenskt tóbak, en sjöundi hver notar sænskt tóbak. Könnunin tók einnig til annars konar tóbaksnotkunar og kom meðal annars fram að 14,2% Íslendinga átján ára og eldri segjast reykja daglega og 2,3% sjaldnar en daglega. Þá segjast 5% karla taka tóbak í nefið en slík neysla mældist ekki meðal kvenna. Landlæknisembættið hefur látið þýða þýska skýrslu sem tiltekur skaðsemi munntóbaksnotkunar og er ráðgert að leggja í herferð gegn henni á næstunni. - þj Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Um 7,3% íslenskra karlmanna taka tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tímann prófað það, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Hlutfallið er mun hærra í yngri aldursflokkum. Um er að ræða símakönnun sem var gerð í mars og apríl og svöruðu tæplega 1.100 karlar spurningunni. Munntóbaksneysla meðal kvenna var undir einu prósenti. Þegar litið er til aldursdreifingar sést að nær fimmtungur í hópi átján til 24 ára tekur tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tíma tekið í vörina. Á aldursbilinu 25 til 34 ára taka 15% svarenda í vörina, en 28% segjast einhvern tíma hafa tekið í vörina, en einungis 1% af svarendum sem eru 45 ára eða eldri. Langflestir sem taka í vörina segjast nota neftóbak frá ÁTVR, eða annað íslenskt tóbak, en sjöundi hver notar sænskt tóbak. Könnunin tók einnig til annars konar tóbaksnotkunar og kom meðal annars fram að 14,2% Íslendinga átján ára og eldri segjast reykja daglega og 2,3% sjaldnar en daglega. Þá segjast 5% karla taka tóbak í nefið en slík neysla mældist ekki meðal kvenna. Landlæknisembættið hefur látið þýða þýska skýrslu sem tiltekur skaðsemi munntóbaksnotkunar og er ráðgert að leggja í herferð gegn henni á næstunni. - þj
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira