Innlent

Ráðherrar fara yfir álitamál tengd Nubo

Samráðshópur 6 ráðuneyta skoðar ýmis álitamál sem komið hafa upp varðandi áform Huang Nubos um uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum.
Samráðshópur 6 ráðuneyta skoðar ýmis álitamál sem komið hafa upp varðandi áform Huang Nubos um uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum. nordicphotos/afp
Ríkisstjórnin samþykkti skipan samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum. Iðnaðarráðherra hefur ekki enn undirritað fjárfestingarsamning sem lagður var fram í vor.

Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu iðnaðarráðherra um skipan samráðshóps ráðherra og ráðuneyta sem ætlað er að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum.

Steingrímur J. Sigfússon iðnaðarráðherra hefur ekki enn undirritað fjárfestingarsamning vegna nýfjárfestinga í ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Drög að samningnum voru kynnt í ríkisstjórn í byrjun maí, en tilgreint að hann yrði ekki undirritaður fyrr en ýmsum spurningum varðandi verkefnið hefði verið svarað. Samningurinn var gerður að tillögu nefndar þriggja ráðuneyta.

Verði verkefnið að veruleika kaupa sex sveitarfélög á Norðausturlandi jörðina og leigja um 300 hektara undir hótelrekstur kínverska fjárfestisins Huang Nubos. Jörðin er enn óskipt og hafa sveitarfélögin lagt inn beiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um að það verði gert. Fulltrúar 6 ráðuneyta skipa hópinn; iðnaðar-, fjármála-, innanríkis-, sjávarútvegs- og landbúnaðar-, umhverfis- og utanríkisráðuneytis.

kolbeinn@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×