Innlent

Snoop Dogg má ekki fara til Noregs í tvö ár

Snoop Dogg
Snoop Dogg
Rapparanum Calvin Cordozar Broadus Jr., eða Snoop Dogg, hefur nú verið meinað að koma til Noregs næstu tvö árin.

Ástæðan er sú að Snoop Dogg smyglaði átta grömmum af marijúana til landsins í júní og var þar að auki með gjaldeyri að verðmæti 4,6 milljónir íslenskra króna í fórum sínum.

Snoop Dogg var sektaður á staðnum og hlaut fjársekt sem nemur rúmlega einni milljón króna. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins. Brottvísunin mun ekki hafa áhrif á ferðalög tónlistarmannsins í öðrum evrópskum löndum. - ktg


Tengdar fréttir

Vegabréfin rjúka út þetta árið

Þjóðskrá Íslands gaf út mun fleiri vegabréf í júní heldur en á sama tíma í fyrra. Munurinn nemur 22,5 prósentum. Í júní voru 6.932 vegabréf gefin út en í fyrra voru þau 5.658.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×