Innlent

Kortleggja mannréttindi

guðfríður lilja grétarsdóttir
guðfríður lilja grétarsdóttir
Komið hefur verið á fót verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta, innanríkis-, velferðar- og utanríkisráðuneytis, um kortlagningu og stefnumótun í mannréttindamálum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, stýrir starfinu, en kynna á ríkisstjórn áfangaskýrslu í byrjun september.

Mannréttindastarf íslenskrar stjórnsýslu verður kortlagt og hvernig kröftum Íslands á erlendri grundu verður best varið. Þá verður einnig mótuð stefna um framtíðarskipan Mannréttindadómstóls Evrópu, sérstaklega hvernig ákvörðunum hans verður framfylgt.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×