Innlent

Völuspá fyrir augum höfundar

Frá Bolungarvík Þarna verður skiltið sett upp.
Mynd/elías jónatansson
Frá Bolungarvík Þarna verður skiltið sett upp. Mynd/elías jónatansson
Bolvíkingar afhjúpuðu á laugardag skilti með Völuspá áletraðri og upplýsingum um Þuríði Sundafylli og Völu-Stein son hennar. Þau mæðgin eru landnámsmenn Bolungarvíkur og hallast margir fræðimenn að því að annað hvort þeirra hafi samið Völuspá.

"Við erum ekkert að eigna okkur höfund Völuspár, það hafa hins vegar fjölmargir fræðimenn gert og við tökum mark á því," segir Elías Jónatansson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Ef marka má þjóðsögur hefur Þuríður hefur ekki farið langt frá átthögum sínum og gæti því hafa verið viðstödd vígsluna.

 

"Nei, Þuríði ber við loft þegar litið er á skiltið," segir Elías en stæðileg strýta sem skagar fram úr Óshyrnu heitir einmitt Þuríður. Samkvæmt þjóðsögum var samband hennar og Þjóðólfs bróður hennar afar stirt, svo stirt að hann lagði þá bölvun á systur sína að hana skyldi daga uppi og gekk það eftir.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×