Innlent

„Ekki mögulegt að uppfæra daglega“

Bláa Lónsins miðar við gengi evru. Nú er viðmiðunargengið yfir seðlabankagenginu, en forsvarsmenn benda á að gengið hafi oft verið undir seðlabankagengi.
Bláa Lónsins miðar við gengi evru. Nú er viðmiðunargengið yfir seðlabankagenginu, en forsvarsmenn benda á að gengið hafi oft verið undir seðlabankagengi. Fréttablaðið/Vilhelm
Viðmiðunargengi evru sem Bláa Lónið notar til að ákvarða verðskrá sína er tæpum fimm krónum hærri en skráð gengi evru hjá Seðlabankanum. Bláa Lónið hækkaði í vikunni viðmiðunargengi upp í 155 krónur á evru en Seðlabankagengi evru sem var rúmar 150 krónum í gær.

Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, segir í samtali við Fréttablaðið að viðmiðunargengið sé reglulega uppfært og þá miðað við gengi síðustu daga á undan og þá námundað að heilum og hálfum tug.

„Þegar við breytum þá þarf gengið að fara upp fyrir eða niður fyrir hálfan tug og vera stöðugt í fimm daga. Það er einfaldlega ekki mögulegt að uppfæra gengið, og þar með aðgangseyri, daglega og því höfum við þennan hátt á.“

Magnea bætir því við að þetta hafi það í för með sér að þó að gengi þeirra sé stundum hærra en gengi Seðlabankans sé það stundum lægra. Því til stuðnings bendir hún á að frá byrjun febrúar og fram á vor hafi viðmiðunargengi evru hjá Bláa Lóninu verið svipað eða lægra en Seðlabankagengi.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×