Kippur í sölu byggingarkrana 28. júlí 2012 07:00 Byggingarkranarnir sem gnæfðu yfir nýrri hverfum höfuðborgarsvæðisins á árunum fyrir bankahrunið haustið 2008 voru margir seldir úr landi. Nú eru kranarnir farnir að rísa á ný, þó þeir séu mun færri en þegar byggingarblaðran var við það komin að springa. Fréttablaðið/Stefán Þýska fyrirtækið Rueko GmbH hefur keypt 60 prósenta hlut í fyrirtækinu Hýsi – Merkúr, sem flytur meðal annars inn byggingarkrana og vinnuvélar. Kaupin, ásamt uppbyggingu nýrra höfuðstöðva, kosta þýska fyrirtækið hundruð milljóna króna. „Það er ekki kominn blússandi gangur í þennan bransa, en þetta er að færast í rétta átt,“ segir Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri véladeildar Hýsis – Merkúrs. Félagið flytur inn byggingarkrana og vinnuvélar frá þýska fyrirtækinu Liebherr. Frá hruni hefur fyrirtækið selt fjölda byggingarkrana úr landi, en nú segir Ómar að viðsnúningur sé að verða. Hann segir að þegar séu komnar pantanir fyrir nokkra byggingarkrana, og fyrirtækið hafi afhent stóra gröfu nýverið til verktaka sem ákveðið hafi að fjölga tækjum. „Hugarfarið er að breytast, það er meiri bjartsýni, menn eru að sjá einhver verkefni í pípunum,“ segir Ómar. Hluti af ástæðunni gæti verið að mikill fjöldi vinnuvéla hefur verið fluttur úr landi eftir hrun, þegar byggingariðnaðurinn hrundi. Ómar segir komna þörf á að endurnýja sum af þeim tækjum sem eftir hafi setið hér á landi. Knútur G. Hauksson, forstjóri Kletts, segist merkja uppsveiflu í sölu vörubíla frá árunum eftir hrun, enda flotinn að eldast og mikil þörf á að endurnýja bíla. Hann segir að salan sé þó ekki orðin eins og í meðalári. Nú sé fyrirtækið að selja á þriðja tug bíla á ári. Í eðlilegu árferði, áður en bólan náði hámarki, hafi selst á bilinu 50 til 60 vörubílar hjá Kletti. Knútur segist ekki sjá uppsveiflu í sölu á gröfum. Nú seljist fimm til sex á ári, en ekki 40 til 70 eins og áður. Minni þörf sé á endurnýjun þeirra enda hafi verktakar haft fá verkefni fyrir tækin á undanförnum árum. - bj Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þýska fyrirtækið Rueko GmbH hefur keypt 60 prósenta hlut í fyrirtækinu Hýsi – Merkúr, sem flytur meðal annars inn byggingarkrana og vinnuvélar. Kaupin, ásamt uppbyggingu nýrra höfuðstöðva, kosta þýska fyrirtækið hundruð milljóna króna. „Það er ekki kominn blússandi gangur í þennan bransa, en þetta er að færast í rétta átt,“ segir Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri véladeildar Hýsis – Merkúrs. Félagið flytur inn byggingarkrana og vinnuvélar frá þýska fyrirtækinu Liebherr. Frá hruni hefur fyrirtækið selt fjölda byggingarkrana úr landi, en nú segir Ómar að viðsnúningur sé að verða. Hann segir að þegar séu komnar pantanir fyrir nokkra byggingarkrana, og fyrirtækið hafi afhent stóra gröfu nýverið til verktaka sem ákveðið hafi að fjölga tækjum. „Hugarfarið er að breytast, það er meiri bjartsýni, menn eru að sjá einhver verkefni í pípunum,“ segir Ómar. Hluti af ástæðunni gæti verið að mikill fjöldi vinnuvéla hefur verið fluttur úr landi eftir hrun, þegar byggingariðnaðurinn hrundi. Ómar segir komna þörf á að endurnýja sum af þeim tækjum sem eftir hafi setið hér á landi. Knútur G. Hauksson, forstjóri Kletts, segist merkja uppsveiflu í sölu vörubíla frá árunum eftir hrun, enda flotinn að eldast og mikil þörf á að endurnýja bíla. Hann segir að salan sé þó ekki orðin eins og í meðalári. Nú sé fyrirtækið að selja á þriðja tug bíla á ári. Í eðlilegu árferði, áður en bólan náði hámarki, hafi selst á bilinu 50 til 60 vörubílar hjá Kletti. Knútur segist ekki sjá uppsveiflu í sölu á gröfum. Nú seljist fimm til sex á ári, en ekki 40 til 70 eins og áður. Minni þörf sé á endurnýjun þeirra enda hafi verktakar haft fá verkefni fyrir tækin á undanförnum árum. - bj
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira