Börn afskiptalaus á gæsluvelli í Setbergi 27. júlí 2012 09:30 Á gæsluvellinum eru fimm ábyrgðarstarfsmenn sem taka á móti 43 börnum. Rólóinn er opinn yfir helsta sumarleyfistímann, hann var opnaður 6. júlí og verður lokað 8. ágúst. Fréttablaðið/villi „Ég fann dóttur mína úti í horni gæsluvallarins í leikfangabíl, umkringda þremur helmingi eldri drengjum, sem voru að djöflast í henni og vildu greinilega hafa af henni bílinn. Hún var orðin skelfd, enda föst í bílnum og enginn starfsmaður í grenndinni til að skakka leikinn,“ segir Laufey Ómarsdóttir, móðir tveggja ára stúlku í Hafnarfirði. Laufey segir farir sínar ekki sléttar af gæsluvellinum í Setbergshverfinu í Hafnarfirði. „Þegar ég tók barnið svo upp, vantaði hana annan skóinn og svo var hún húfulaus. Stelpan var orðin köld þegar ég kom að, enda kalt í veðri á mánudaginn,“ segir Laufey. Laufey hefur nú skrifað bréf á Facebook þar sem hún varar aðra foreldra við gæsluvellinum. „Þennan litla tíma sem ég staldraði við á leikvellinum sá ég líka hvar fjögurra ára strákur tók eina tveggja ára hálstaki og keyrði andlitið á henni ofan í stéttina. Starfsfólkið var ekkert að fylgjast með og enginn gerði neitt fyrr en ég hljóp til. Annað barn var skólaust að leika sér í sandkassa við hliðina á tveimur starfsmönnum sem bara sátu hjá.“ Laufey segist hissa á skeytingarleysinu í starfsfólki leikvallarins. „Starfsfólkið var ekki að fylgjast með börnunum og ég hafði það á tilfinningunni að það ætlaði bara að hafa það kósí.“ Hún segir að svo lítið aðhald af hálfu starfsfólks henti kannski stærri börnum, sem geti sagt frá og betur varið sig. „En þetta er engan veginn boðlegt fyrir yngri börn,“ segir Laufey og bendir á að þjónustan sé auglýst fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. Þórunni Þórarinsdóttur yfirmanni gæsluvallarins er brugðið yfir lýsingunum. „Ég er miður mín að heyra þetta. Við erum með 43 börn og fimm ábyrgðarstarfsmenn og ég er mjög ánægð með starfsfólkið mitt. Við sinnum börnunum eins vel og við getum,“ segir Þórunn. „Börnin eru voðalega fljót að taka af sér skóna en við klæðum þau bara aftur í þá. Við látum þau ekkert hlaupa hérna um skólaus.“ Hún segist engar kvartanir hafa fengið og hvetur foreldrana til að koma og tala við sig. katrin@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
„Ég fann dóttur mína úti í horni gæsluvallarins í leikfangabíl, umkringda þremur helmingi eldri drengjum, sem voru að djöflast í henni og vildu greinilega hafa af henni bílinn. Hún var orðin skelfd, enda föst í bílnum og enginn starfsmaður í grenndinni til að skakka leikinn,“ segir Laufey Ómarsdóttir, móðir tveggja ára stúlku í Hafnarfirði. Laufey segir farir sínar ekki sléttar af gæsluvellinum í Setbergshverfinu í Hafnarfirði. „Þegar ég tók barnið svo upp, vantaði hana annan skóinn og svo var hún húfulaus. Stelpan var orðin köld þegar ég kom að, enda kalt í veðri á mánudaginn,“ segir Laufey. Laufey hefur nú skrifað bréf á Facebook þar sem hún varar aðra foreldra við gæsluvellinum. „Þennan litla tíma sem ég staldraði við á leikvellinum sá ég líka hvar fjögurra ára strákur tók eina tveggja ára hálstaki og keyrði andlitið á henni ofan í stéttina. Starfsfólkið var ekkert að fylgjast með og enginn gerði neitt fyrr en ég hljóp til. Annað barn var skólaust að leika sér í sandkassa við hliðina á tveimur starfsmönnum sem bara sátu hjá.“ Laufey segist hissa á skeytingarleysinu í starfsfólki leikvallarins. „Starfsfólkið var ekki að fylgjast með börnunum og ég hafði það á tilfinningunni að það ætlaði bara að hafa það kósí.“ Hún segir að svo lítið aðhald af hálfu starfsfólks henti kannski stærri börnum, sem geti sagt frá og betur varið sig. „En þetta er engan veginn boðlegt fyrir yngri börn,“ segir Laufey og bendir á að þjónustan sé auglýst fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. Þórunni Þórarinsdóttur yfirmanni gæsluvallarins er brugðið yfir lýsingunum. „Ég er miður mín að heyra þetta. Við erum með 43 börn og fimm ábyrgðarstarfsmenn og ég er mjög ánægð með starfsfólkið mitt. Við sinnum börnunum eins vel og við getum,“ segir Þórunn. „Börnin eru voðalega fljót að taka af sér skóna en við klæðum þau bara aftur í þá. Við látum þau ekkert hlaupa hérna um skólaus.“ Hún segist engar kvartanir hafa fengið og hvetur foreldrana til að koma og tala við sig. katrin@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira