Gjafir til guðshúsa setja sóknir í vanda 27. júlí 2012 07:30 Skúli S. Ólafsson segist vel skilja þá sem sjái á eftir steindu gluggunum en þeir verða teknir niður í næsta mánuði. Brýnt er að koma á ákveðnu vinnulagi varðandi gjafir og innkaup fyrir kirkjur landsins, segir Páll V. Bjarnason, formaður húsafriðunarnefndar. Hann segir að í flestum sóknum landsins sé kirkjunnar fólk í vandræðum með gjafir og innkeypta muni sem sýnt þykir að henti kirkjunum ekki eða stingi hreinlega í stúf. Til dæmis hafi það víða brunnið við að keyptir hafi verið munir samkvæmt einhverri tískubylgju sem síðan séu til vansa. „Til dæmis er engu líkara en einhver sölumaður hafi gert víðreist á níunda eða tíunda áratugnum og selt kirkjum neonkrossa en nú held ég að flestir séu sammála um að að þú setjir ekki neonkross á gamla kirkju úti á landi,“ segir hann. Hann segir að breyta þurfi lögum svo að sérfræðingar komi að og leiðbeini gefendum og sóknarnefndum í þessum efnum. „Einmitt vegna þess að allt sem gert er í kirkjum skiptir almenning svo miklu máli. Síðan er afar erfitt að fjarlægja hluti úr kirkjum þegar fólk er búið að gefa þá af heilum hug.“ Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur Keflavíkurprestakalli, þekkir þennan vanda vel en í næsta mánuði verða steind glerlistaverk sem staðið hafa í gluggum Keflavíkurkirkju fjarlægð og því komið fyrir í geymslu. Hefur það vakið sterk viðbrögð hjá mörgum sóknarbarnanna. „Og ég skil það sjónarmið ósköp vel,“ segir Skúli. Þetta er liður í því að koma kirkjunni í upprunalegra horf fyrir aldarafmæli hennar árið 2015 en Skúli segir einnig aðrar ástæður fyrir breytingunum. Til dæmis sé ekki hægt að opna þessa steindu glugga og hafi af þeim sökum oft verið þungt loft innan dyra. „Á sólskinsdögum hefur meira að segja orðið svo loftlítið að það hefur liðið yfir sóknarbörn í miðri guðsþjónustu. Þannig að nú þykir mörgum tími til kominn að ferskur blær fái að leika um kirkjuna,“ segir Skúli. Einnig segir hann að glerlistaverkið hafi enga skírskotun til sögu kirkjunnar. „Þess misskilnings hefur líka gætt að við séum að skipta um gler en svo er ekki því þetta glerlistaverk var einfaldlega sett innan við rúðuna. Nú verður þetta tekið niður svo sólin lýsi kirkjuna upp en það er ekki þar með sagt að ekki verði hægt að setja verkið upp aftur.“jse@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Brýnt er að koma á ákveðnu vinnulagi varðandi gjafir og innkaup fyrir kirkjur landsins, segir Páll V. Bjarnason, formaður húsafriðunarnefndar. Hann segir að í flestum sóknum landsins sé kirkjunnar fólk í vandræðum með gjafir og innkeypta muni sem sýnt þykir að henti kirkjunum ekki eða stingi hreinlega í stúf. Til dæmis hafi það víða brunnið við að keyptir hafi verið munir samkvæmt einhverri tískubylgju sem síðan séu til vansa. „Til dæmis er engu líkara en einhver sölumaður hafi gert víðreist á níunda eða tíunda áratugnum og selt kirkjum neonkrossa en nú held ég að flestir séu sammála um að að þú setjir ekki neonkross á gamla kirkju úti á landi,“ segir hann. Hann segir að breyta þurfi lögum svo að sérfræðingar komi að og leiðbeini gefendum og sóknarnefndum í þessum efnum. „Einmitt vegna þess að allt sem gert er í kirkjum skiptir almenning svo miklu máli. Síðan er afar erfitt að fjarlægja hluti úr kirkjum þegar fólk er búið að gefa þá af heilum hug.“ Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur Keflavíkurprestakalli, þekkir þennan vanda vel en í næsta mánuði verða steind glerlistaverk sem staðið hafa í gluggum Keflavíkurkirkju fjarlægð og því komið fyrir í geymslu. Hefur það vakið sterk viðbrögð hjá mörgum sóknarbarnanna. „Og ég skil það sjónarmið ósköp vel,“ segir Skúli. Þetta er liður í því að koma kirkjunni í upprunalegra horf fyrir aldarafmæli hennar árið 2015 en Skúli segir einnig aðrar ástæður fyrir breytingunum. Til dæmis sé ekki hægt að opna þessa steindu glugga og hafi af þeim sökum oft verið þungt loft innan dyra. „Á sólskinsdögum hefur meira að segja orðið svo loftlítið að það hefur liðið yfir sóknarbörn í miðri guðsþjónustu. Þannig að nú þykir mörgum tími til kominn að ferskur blær fái að leika um kirkjuna,“ segir Skúli. Einnig segir hann að glerlistaverkið hafi enga skírskotun til sögu kirkjunnar. „Þess misskilnings hefur líka gætt að við séum að skipta um gler en svo er ekki því þetta glerlistaverk var einfaldlega sett innan við rúðuna. Nú verður þetta tekið niður svo sólin lýsi kirkjuna upp en það er ekki þar með sagt að ekki verði hægt að setja verkið upp aftur.“jse@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira