Innlent

Vísindin sem keppa við tímann og vatnið

Í kappi við greipar Ægis Við Kolkuós eins og víða annars staðar keppast fornleifafræðingar við að ná minjum áður en þeim skolar út á haf.
Í kappi við greipar Ægis Við Kolkuós eins og víða annars staðar keppast fornleifafræðingar við að ná minjum áður en þeim skolar út á haf. mynd/Jennica Einebrant Svensson
Í vetur mótmæltu fornleifafræðingar þegar ljóst var að þeirra biði fjórða niðurskurðarárið í röð. Framlög til Fornleifasjóðs námu tæpum 33 milljónum meðan Húsfriðunarsjóður fær rúmar 125 og Söfnunarsjóður rúmar 94 milljónir. Þetta segir þó ekki alla söguna því sums staðar, eins og á Alþingisreitnum og við Vaðlaheiði, hafa framkvæmdaaðilar borgað fyrir rannsóknir á svæðunum. Eins hafa fræðimenn verið duglegir við að fá styrki sem sumir hverjir koma að utan og segir Elín Ósk Hreiðarsdóttir, formaður félags íslenskra fornleifafræðinga, að sumarið sé líflegt í geiranum.

Fornleifafræðingar keppa ekki aðeins um fé heldur einnig við höfuðskepnurnar. Þeirra frekust er hafið sem víða hrifsar til sín minjar. Fræðimennirnir gefast þó ekki upp gagnvart þessum ágangi og hafsbotninn er á meðal leitarsvæða í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×