Innlent

Notar frekar bílinn en göngin

Þrátt fyrir að nú sé hásumar og myndin tekin fyrir hádegi, eru göngin samt sem áður dimm.
Þrátt fyrir að nú sé hásumar og myndin tekin fyrir hádegi, eru göngin samt sem áður dimm. fréttablaðið/ernir
„Þetta eru löng göng og maður fær hroll þegar maður gengur þarna í gegn, göngin eru svo dimm,“ segir Ósk Kvaran sem sendi Fréttablaðinu ábendingu um göng við Kringluna undir Miklubraut.

Hún segir göngin einnig sóðaleg og veigrar sér við að ganga í gegnum þau.

„Ég bý rétt hjá Kringlunni, en keyri eða fer yfir götuna hjá ljósunum, frekar en að fara um þessi göng,“ segir Ósk.

„Þó ekki væri annað en að fá perur í ljósin. Núna eru átta ljós í göngunum og það vantar perur í sex þeirra.“

Ósk segist hafa reynt að benda borgaryfirvöldum á göngin í mörg ár, en göngin séu alltaf jafn dimm.

„Það er reglulegt viðhald á þessum göngum,“ segir Jóhann S. Dahl Christiansen starfsmaður skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

„Stundum eru ljósin biluð og stundum eru þau skemmd. Svo er líka eitthvað um að málað sé yfir ljósin og þá er birtan í göngunum minni.“

Hann segir að göngin verði skoðuð nánar fljótlega.„Við bregðumst við öllum ábendingum sem berast og það munum við einnig gera núna.“- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×