Innlent

Hafnar kröfu um ógildingu

Dyrhólaey Ábúandi kærði ráðningu landvarðar.
Dyrhólaey Ábúandi kærði ráðningu landvarðar.
Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að ekkert sé athugavert við ráðningu Mýrdalshrepps á systursyni oddvita hreppsins sem landvarðar við Dyrhólaey. Systursonurinn var ráðinn án auglýsingar og til þriggja mánaða. Ábúandi einnar jarðarinnar sem á land í Dyrhólaey kærði ráðninguna.

„Verður ekki annað séð en að Mýrdalshreppur hafi við val sitt á viðkomandi landverði byggt á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir ráðuneytið sem kveður ekkert í gögnum málsins benda til að oddvitinn hafi komið að ráðningu systursonar síns. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×