Borgin kaupi Perluna og sýni náttúruminjar 14. júlí 2012 04:00 Starfshópur skipaður fulltrúum Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins kannar möguleikann á náttúruminjasýningu í Perlunni. Hann á að skila af sér fyrir 1. september. fréttablaðið/teitur Borgarráð Reykjavíkur hefur óskað eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um uppsetningu náttúruminjasýningar í Perlunni. Forsendan fyrir því er að borgin kaupi Perluna af Orkuveitunni og leigi ríkinu aðstöðu til sýningar í að minnsta kosti 10 ár. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að nýr kafli hafi hafist í söluferli Perlunnar þegar ljóst var að ekkert tilboðanna var án fyrirvara um breytingar á skipulagi. „Ein þeirra hugmynda sem sett hefur verið fram í umræðunni er að í Perlunni verði náttúruminjasýning, að minnsta kosti á meðan verið er að marka stefnuna um framtíð Náttúruminjasafns Íslands sem hefur staðið til að reisa í Reykjavík til framtíðar. Við settum okkur í samband við menntamálaráðuneytið um hvort áhugi væri á að skoða þessa hluti, því það er ekki áhugi af hendi borgarinnar á að kaupa Perluna til þess að eiga húsið og reka veitingastað.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneytið tilbúið til að kanna þennan möguleika með borginni. „Við erum reiðubúin að skoða þetta, en það hefur ekki verið ákveðið með formlegum hætti. Borgin mun óska eftir því að við skoðum þetta með þeim og við munum gera það.“ Til stóð að selja Perluna einkaaðilum en Dagur segir að hugmynd um spennandi safn í húsinu sem mundi selja aðgang gæti staðið betur undir rekstri hússins en nú er gert. Í minnisblaði borgarráðs um málið er tíundað að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu geri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir allt að 500 milljóna króna stofnkostnaði við náttúruminjasýningu í leiguhúsnæði. „Til skoðunar gæti því komið að Reykjavíkurborg festi kaup á Perlunni en ríkið kostaði sýninguna og greiddi leigu.“ Dagur segir að slík sýning yrði að vera til að minnsta kosti 10 ára. „Það er ljóst að það þyrfti að gera einhverjar breytingar inni í Perlunni og leggja í einhvern stofnkostnað og ég held að það verði ekki gert nema að minnsta kosti til 10 ára. Með því er ekki verið að slá út af borðinu að í framtíðinni muni rísa Náttúruminjasafn í Reykjavík.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur óskað eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um uppsetningu náttúruminjasýningar í Perlunni. Forsendan fyrir því er að borgin kaupi Perluna af Orkuveitunni og leigi ríkinu aðstöðu til sýningar í að minnsta kosti 10 ár. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að nýr kafli hafi hafist í söluferli Perlunnar þegar ljóst var að ekkert tilboðanna var án fyrirvara um breytingar á skipulagi. „Ein þeirra hugmynda sem sett hefur verið fram í umræðunni er að í Perlunni verði náttúruminjasýning, að minnsta kosti á meðan verið er að marka stefnuna um framtíð Náttúruminjasafns Íslands sem hefur staðið til að reisa í Reykjavík til framtíðar. Við settum okkur í samband við menntamálaráðuneytið um hvort áhugi væri á að skoða þessa hluti, því það er ekki áhugi af hendi borgarinnar á að kaupa Perluna til þess að eiga húsið og reka veitingastað.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneytið tilbúið til að kanna þennan möguleika með borginni. „Við erum reiðubúin að skoða þetta, en það hefur ekki verið ákveðið með formlegum hætti. Borgin mun óska eftir því að við skoðum þetta með þeim og við munum gera það.“ Til stóð að selja Perluna einkaaðilum en Dagur segir að hugmynd um spennandi safn í húsinu sem mundi selja aðgang gæti staðið betur undir rekstri hússins en nú er gert. Í minnisblaði borgarráðs um málið er tíundað að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu geri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir allt að 500 milljóna króna stofnkostnaði við náttúruminjasýningu í leiguhúsnæði. „Til skoðunar gæti því komið að Reykjavíkurborg festi kaup á Perlunni en ríkið kostaði sýninguna og greiddi leigu.“ Dagur segir að slík sýning yrði að vera til að minnsta kosti 10 ára. „Það er ljóst að það þyrfti að gera einhverjar breytingar inni í Perlunni og leggja í einhvern stofnkostnað og ég held að það verði ekki gert nema að minnsta kosti til 10 ára. Með því er ekki verið að slá út af borðinu að í framtíðinni muni rísa Náttúruminjasafn í Reykjavík.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira