Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla 13. júlí 2012 07:30 Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira