Framtíðarsýnin breyttist á Sveinstindi 31. maí 2012 23:00 "Það er eins og pólitísk hrossakaup hafi átt sér stað og Reykjanesinu sé fórnað fyrir einhver önnur svæði,“ segir Ellert um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum. Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira