Innlent

Farfuglaheimili fyrir 250 manns við Hlemm

Hér gætu allt að 250 manns hallað höfði ef áform eiganda hluta hússins verða að veruleika.Fréttablaðið/Stefán
Hér gætu allt að 250 manns hallað höfði ef áform eiganda hluta hússins verða að veruleika.Fréttablaðið/Stefán
Farfuglaheimili með herbergjum fyrir 250 gesti verður innréttað gegnt Hlemmtorgi ef áform eigenda hússins ganga eftir.

Áður hafa verið áform um rekstur gististaðar á Laugavegi 105. Á árinu 2001 reyndu Náttúrugripasafn Íslands og fulltrúar fleiri eigenda í húsfélaginu á Laugavegi 105 að koma í veg fyrir að leyfi fyrir slíkum rekstri á annarri hæð hússins yrðu gefin.

Meðal þeirra raka sem sett voru fram af hálfu Náttúrugripasafnsins var að umgangur gesta gistaheimilisins í sameiginlegum stigagangi gæti sett marga af dýrgripum þjóðarinnar í hættu. Kærunefnd fjöleignarhúsamála sagði eiganda annarrar hæðar hins vegar heimilt að breyta húsnæðinu án samþykkis meðeigendanna. Náttúrugripasafnið er flutt úr húsinu.

Í ljósi þessa segist skipulagsfulltrúi nú ekki gera athugasemdir við að eigandi húsnæðisins láti vinna tillögu um breytinguna sem síðan fari í grenndarkynningu. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×