Hjólageymsla byggð fyrir ráðuneytisfólk 14. mars 2012 06:30 Fiskihjallar við gamla Sölvhólsbæinn eru innblástur að hönnun nýrra hjólaskýla fyrir stjórnarráð Íslands. Mynd/Guðmundur Gunnarsson Sprenging er í notkun reiðhjóla hjá starfsfólki stjórnarráðsins. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hjóla mest allra. Engin aðstaða er fyrir hjólin svo reisa á geymslu sem verður í fiskihjallastíl til að minnast Sölvhólsbæjarins. Starfsmenn ráðuneyta hafa brugðist svo vel við ákalli yfirvalda um að nota ekki einkabíla til að koma sér til vinnu að þörf er orðin á því að byggja sérstakt hjólaskýli á stjórnarráðsreitnum. Guðmundi Gunnarssyni arkitekt var falið að skoða möguleika á staðsetningu hjólaskýla og gera tillögu að hönnun þeirra. Í bréfi Guðmundar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur segir að annars vegar sé gert ráð fyrir skýli við norðurgafl Arnarhvols og hins vegar á horni Sölvhólsgötu og Skuggasunds. Segir Guðmundur að vegna hugmynda um frekari uppbyggingu á stjórnarráðsreitnum í framtíðinni verði skýlin aðeins til bráðabirgða þótt ljóst sé að þau muni standa í nokkur ár. „Vegna þeirrar stefnu sem stjórnvöld hafa tekið um sjálfbæra þróun hafa starfsmenn ráðuneyta verið hvattir til að nýta sér annan ferðamáta en einkabílinn. Hefur þetta leitt til þess að fjöldi starfsmanna mætir nú til vinnu á reiðhjóli," útskýrir Guðmundur fyrir skipulagsstjóra. Þær upplýsingar fengust hjá stjórnarráðinu að fremst í flokki hjólreiðamanna í stjórnarráðinu sé starfsfólk menntamálaráðuneytisins sem jafnvel hjóli ofan úr Grafarvogi í misjöfnu færi og veðri. Búast megi við mikilli aukningu með vorinu. „Það er fjöldi manns sem mætir hér alltaf á hjóli og þeim fer sífellt fjölgandi," segir Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi menntamálaráðuneytisins. „Þannig að það má alveg til sanns vegar færa, það er mikill líkamsræktaráhugi hér." Samkvæmt tillögu Guðmundar á fyrst að byggja 32 hjóla geymslu við Sölvhólsgötu. „Hugmyndin byggir á minningum um hjallinn við gamla Sölvhólsbæinn en fiskihjallarnir eru ríkur þáttur í menningar- og byggingarsögu landsins," segir í erindi Guðmundar sem kveður fáa vita um tilvist gamla Sölvhólsbæjarins í dag og því fari vel á að minnast bæjarins á þennan hátt. „Auk þess er uppbygging gömlu hjallanna sem sniðin að kröfum um hönnun á hjólaskýlum nútímans, örugg lokun og góð loftræsting." gar@frettabladid.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Sprenging er í notkun reiðhjóla hjá starfsfólki stjórnarráðsins. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hjóla mest allra. Engin aðstaða er fyrir hjólin svo reisa á geymslu sem verður í fiskihjallastíl til að minnast Sölvhólsbæjarins. Starfsmenn ráðuneyta hafa brugðist svo vel við ákalli yfirvalda um að nota ekki einkabíla til að koma sér til vinnu að þörf er orðin á því að byggja sérstakt hjólaskýli á stjórnarráðsreitnum. Guðmundi Gunnarssyni arkitekt var falið að skoða möguleika á staðsetningu hjólaskýla og gera tillögu að hönnun þeirra. Í bréfi Guðmundar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur segir að annars vegar sé gert ráð fyrir skýli við norðurgafl Arnarhvols og hins vegar á horni Sölvhólsgötu og Skuggasunds. Segir Guðmundur að vegna hugmynda um frekari uppbyggingu á stjórnarráðsreitnum í framtíðinni verði skýlin aðeins til bráðabirgða þótt ljóst sé að þau muni standa í nokkur ár. „Vegna þeirrar stefnu sem stjórnvöld hafa tekið um sjálfbæra þróun hafa starfsmenn ráðuneyta verið hvattir til að nýta sér annan ferðamáta en einkabílinn. Hefur þetta leitt til þess að fjöldi starfsmanna mætir nú til vinnu á reiðhjóli," útskýrir Guðmundur fyrir skipulagsstjóra. Þær upplýsingar fengust hjá stjórnarráðinu að fremst í flokki hjólreiðamanna í stjórnarráðinu sé starfsfólk menntamálaráðuneytisins sem jafnvel hjóli ofan úr Grafarvogi í misjöfnu færi og veðri. Búast megi við mikilli aukningu með vorinu. „Það er fjöldi manns sem mætir hér alltaf á hjóli og þeim fer sífellt fjölgandi," segir Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi menntamálaráðuneytisins. „Þannig að það má alveg til sanns vegar færa, það er mikill líkamsræktaráhugi hér." Samkvæmt tillögu Guðmundar á fyrst að byggja 32 hjóla geymslu við Sölvhólsgötu. „Hugmyndin byggir á minningum um hjallinn við gamla Sölvhólsbæinn en fiskihjallarnir eru ríkur þáttur í menningar- og byggingarsögu landsins," segir í erindi Guðmundar sem kveður fáa vita um tilvist gamla Sölvhólsbæjarins í dag og því fari vel á að minnast bæjarins á þennan hátt. „Auk þess er uppbygging gömlu hjallanna sem sniðin að kröfum um hönnun á hjólaskýlum nútímans, örugg lokun og góð loftræsting." gar@frettabladid.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira