Ólafur Elíasson vill bæta lífsgæði milljóna með sólarknúnum lampa 13. febrúar 2012 16:00 Ólafur vonast til að lampinn muni í framtíðinni bæta lífsgæði fólks á svæðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira