Innlent

Hafði aldrei tekið bílpróf

Ökumaður á sextugsaldri var stöðvaður í reglubundnu eftirliti lögreglunnar á Hvolsvelli um síðustu helgi. Þegar lögreglan óskaði eftir að sjá ökuskírteini mannsins kom í ljós að hann var ekki með skírteini og það sem meira er, hann hafði aldrei á ævinni fengið ökuréttindi. Sunnlenska.is greindi frá þessu.

Lögreglan sektaði manninn og farþegi hans sem var með ökuskírteini tók við akstri bifreiðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×