Á annan veg til Gautaborgar 17. janúar 2012 08:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er ánægður með að mynd sín Á annan veg sé ein af átta myndum sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. „Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira
„Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Sjá meira