Erlent

Gæti setið inni í allt að 30 ár

Smygl á 63 skammbyssum til Bretlands er litið alvarlegum augum í Bandaríkjunum.
Smygl á 63 skammbyssum til Bretlands er litið alvarlegum augum í Bandaríkjunum. Nordicphotos
Fyrrverandi landgönguliði í Bandaríkjaher á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi fyrir smygl á skammbyssum til Bretlands. Maðurinn, sem heitir Steven Neal Greenoe, játaði brot sitt, en hann bíður dóms í Greenville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Saksóknari segir manninn hafa falið 63 skammbyssur í farangri sínum í nokkrum flugferðum til Bretlands, en þar seldi hann vopnin. Bent er á að fátítt sé að breskir lögreglumenn beri vopn og það auki alvarleika brotsins. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×