"Af hverju mega þær ekki fæða börnin á sínum heimaslóðum?" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júlí 2012 21:06 Engin starfsemi verður á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað næstu daga og vikur. „Við erum virkilega leiðar yfir þessu og höfum um leið áhyggjur af þessum konum og fjölskyldum þeirra." Þetta segir Anna Eðvaldsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Vísir greindi frá því í gærkvöld að hópur þungaðra kvenna á Austurlandi þurfi nú að ferðast til Akureyrar eða Reykjavíkur til að eiga börn sín. Loka þurfti fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað eftir að skurðlæknir sem átti að vera á vakt út mánuðinn frá mánudegi forfallaðist. Konurnar fengu þau skilaboð að þær þyrftu að yfirgefa sína heimabyggð til að eignast börnin. Ríkið greiðir aðeins ferðakostnað móðurinnar. Ekki verður greitt fyrir kostnað maka eða ljósmóður. Þá er húsnæðiskostnaður og annar tilfallandi kostnaður ekki greiddur. „Það er verið að taka heilu fjölskyldurnar og slíta þær í sundur," segir Anna. „Við tölum ávallt um samfellu í þessum málum, að fjölskyldur fái að vera saman þegar kemur að stóru stundinni. Það virðist ekki vera vilji fyrir því hjá yfirvöldum." Anna hefur verið í sambandi við konur á svæðinu. Hún segir að þó nokkur óvissa ríki meðal þeirra. Þá furðar hún sig á því hvernig heilbrigðisyfirvöld hafa tekið á málinu. Þessu fylgir mikill kostnaður sem og tekjutap — hún bendir á að það sé ekki sjálfsagt að taka bíl á leigu á þessum tíma árs, hvað þá hótelherbergi. Þá segir hún að það sé lífsnauðsynlegt að tryggja öryggi og velferð móður og barns. Löng ferðalög fyrir fæðingu séu hreint ekki þess eðlis að stuðla að því. „Við hjá Ljósmæðrafélaginu erum mjög hissa á þessu öllu," segir Anna og spyr: „Af hverju mega þær ekki fæða börnin á sínum heimaslóðum?" Tengdar fréttir Engar skurðaðgerðir í Neskaupstað Það eru ekki aðeins fæðingar sem geta ekki farið fram á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í næstu viku því ómögulegt verður að framkvæma hvers kyns skurðaðgerðir í fjórðungnum. Eins og Vísir greindi frá í gær forfallaðist skurðlæknir sem átti að vera á vakt með litlum fyrirvara. Að jafnaði er aðeins einn skurðlæknir á vakt á sjúkrahúsinu og því verður skurðlæknislaust vegna forfallanna. 19. júlí 2012 10:30 Konum á Austurlandi gert að fæða á Akureyri eða í Reykjavík Fæðingardeildin á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað verður lokuð frá og með mánudegi. Óvíst er hvort að deildin muni opna fyrir mánaðarmót en þá verða vaktaskipti. Þungaðar konur á svæðinu eru ráðþrota og gagnrýna heilbrigðisyfirvöld fyrir að koma ekki til móts við sig. 18. júlí 2012 21:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Við erum virkilega leiðar yfir þessu og höfum um leið áhyggjur af þessum konum og fjölskyldum þeirra." Þetta segir Anna Eðvaldsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Vísir greindi frá því í gærkvöld að hópur þungaðra kvenna á Austurlandi þurfi nú að ferðast til Akureyrar eða Reykjavíkur til að eiga börn sín. Loka þurfti fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað eftir að skurðlæknir sem átti að vera á vakt út mánuðinn frá mánudegi forfallaðist. Konurnar fengu þau skilaboð að þær þyrftu að yfirgefa sína heimabyggð til að eignast börnin. Ríkið greiðir aðeins ferðakostnað móðurinnar. Ekki verður greitt fyrir kostnað maka eða ljósmóður. Þá er húsnæðiskostnaður og annar tilfallandi kostnaður ekki greiddur. „Það er verið að taka heilu fjölskyldurnar og slíta þær í sundur," segir Anna. „Við tölum ávallt um samfellu í þessum málum, að fjölskyldur fái að vera saman þegar kemur að stóru stundinni. Það virðist ekki vera vilji fyrir því hjá yfirvöldum." Anna hefur verið í sambandi við konur á svæðinu. Hún segir að þó nokkur óvissa ríki meðal þeirra. Þá furðar hún sig á því hvernig heilbrigðisyfirvöld hafa tekið á málinu. Þessu fylgir mikill kostnaður sem og tekjutap — hún bendir á að það sé ekki sjálfsagt að taka bíl á leigu á þessum tíma árs, hvað þá hótelherbergi. Þá segir hún að það sé lífsnauðsynlegt að tryggja öryggi og velferð móður og barns. Löng ferðalög fyrir fæðingu séu hreint ekki þess eðlis að stuðla að því. „Við hjá Ljósmæðrafélaginu erum mjög hissa á þessu öllu," segir Anna og spyr: „Af hverju mega þær ekki fæða börnin á sínum heimaslóðum?"
Tengdar fréttir Engar skurðaðgerðir í Neskaupstað Það eru ekki aðeins fæðingar sem geta ekki farið fram á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í næstu viku því ómögulegt verður að framkvæma hvers kyns skurðaðgerðir í fjórðungnum. Eins og Vísir greindi frá í gær forfallaðist skurðlæknir sem átti að vera á vakt með litlum fyrirvara. Að jafnaði er aðeins einn skurðlæknir á vakt á sjúkrahúsinu og því verður skurðlæknislaust vegna forfallanna. 19. júlí 2012 10:30 Konum á Austurlandi gert að fæða á Akureyri eða í Reykjavík Fæðingardeildin á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað verður lokuð frá og með mánudegi. Óvíst er hvort að deildin muni opna fyrir mánaðarmót en þá verða vaktaskipti. Þungaðar konur á svæðinu eru ráðþrota og gagnrýna heilbrigðisyfirvöld fyrir að koma ekki til móts við sig. 18. júlí 2012 21:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Engar skurðaðgerðir í Neskaupstað Það eru ekki aðeins fæðingar sem geta ekki farið fram á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í næstu viku því ómögulegt verður að framkvæma hvers kyns skurðaðgerðir í fjórðungnum. Eins og Vísir greindi frá í gær forfallaðist skurðlæknir sem átti að vera á vakt með litlum fyrirvara. Að jafnaði er aðeins einn skurðlæknir á vakt á sjúkrahúsinu og því verður skurðlæknislaust vegna forfallanna. 19. júlí 2012 10:30
Konum á Austurlandi gert að fæða á Akureyri eða í Reykjavík Fæðingardeildin á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað verður lokuð frá og með mánudegi. Óvíst er hvort að deildin muni opna fyrir mánaðarmót en þá verða vaktaskipti. Þungaðar konur á svæðinu eru ráðþrota og gagnrýna heilbrigðisyfirvöld fyrir að koma ekki til móts við sig. 18. júlí 2012 21:42
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði