Innlent

Sveinn Andri: Niðurstaða héraðsdóms er "rock solid“

BBI skrifar
Ólafur vignir Sigurðsson, eigandi DataCell og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður.
Ólafur vignir Sigurðsson, eigandi DataCell og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/Pjetur
Ef Valitor ákveður að áfrýja dómi, um að fyrirtækinu beri að opna fyrir greiðsluþjónustu við WikiLeaks, verður það ekki á lögfræðilegum forsendum. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell, sem tekur við styrktarframlögum til Wikileaks. Hann segir að rökstuðningur héraðsdóms sér „rock solid".

Valitor var í dag gert skylt að opna fyrir greiðslugátt fyrirtækisins DataCell innan 14 daga, en gáttin var notuð til að safna fjárframlögum fyrir Wikileaks. Forstjóri Valitor sagði í samtali við fjölmiðla að málinu yrði áfrýjað og ekki væri víst hvort gáttin yrði opnuð. Ef málinu er áfrýjað tekur niðurstaðan ekki gildi fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm

Sveinn Andri gefur í skyn að áfrýjunin sé aðeins hugsuð til að fresta því að greiðslugáttin opnist og fullyrðir að lögfræðilegar forsendur geti ekki staðið til áfrýjunar.

Niðurstaðan í dag felur í sér að einstaklingar geta styrkt WikiLeaks með fjárframlögum, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Þetta er fyrsta greiðslugáttin sem opnast í heiminum fyrir síðuna síðan í desember árið 2010 þegar greiðslukortafyrirtækið Teller lokaði fyrir greiðsluþjónustu til WikiLeaks. Síðan þá hefur ekki verið hægt að styrkja síðuna ef frá eru taldar nokkrar klukkustundir síðasta sumar þegar greiðslugátt Valitor var opin.


Tengdar fréttir

Valitor þarf að opna greiðslugátt fyrir WikiLeaks

Valitor þarf að opna greiðslugátt fyrir Datacell og WikiLeaks innan fjórtán daga, ellegar greiða 800 þúsund krónur í dagsektir á hverjum degi, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×