Fótbolti

Drillo um mark Zlatans: Þetta var nú ekki það erfitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic Mynd/AFP
Egil "Drillo" Olsen , þjálfari norska fótboltalandsliðsins er ekki jafn hrifnn og margir aðrir af marki Zlatan Ibrahimovic í 4-2 sigri Svía á Englandi í gær. Drillo ræddi markið í viðtali við norska Dagblaðið.

Enskir miðlar og aðrir knattspyrnuspekingar hafa lýst mark Zlatans sem ekki bara marki ársins heldur marki aldarinnar en hann skoraði með hjólhestaspyrnu langt fyrir utan teig. Þetta fjórða mark Zlatans í leiknum og Svíar unnu flottan endurkomusigur.

„Markvörðurinn var ekki í markinu þannig að þetta var nú ekki svo erfitt fyrir hann. Það er ekkert mál að skora mark af 50 metra færi ef enginn er í markinu," hefur Dagbladet eftir Egil "Drillo" Olsen.

„Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessu marki enda gætu margir skorað svona mark. Það sem er frábært er að hann skuli detta í hug að reyna þetta," sagði Olsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×