Innlent

CCP er besti sjálfstæði leikjaframleiðandi Evrópu

BBI skrifar
CCP virðist slá rækilega í gegn hvar sem fyrirtækið stígur fæti með framleiðslu sína þessa dagana.
CCP virðist slá rækilega í gegn hvar sem fyrirtækið stígur fæti með framleiðslu sína þessa dagana.
CCP var í gærkvöldi valið besti sjálfstæði leikjaframleiðandi Evrópu á Develop Awards. Eldar Ástþórsson, fjölmiðlafulltrúi CCP, telur verðlaunin „heilmikla viðurkenningu fyrir CCP sem fyrirtæki, enda þungavigtarmenn í tölvuleikjaiðnaðinum í dómnefnd."

Develop Awards eru ein virtustu verðlaun evrópska leikjaiðnaðarins en verðlaunin voru afhent á Hilton Metropole hótelinu í Brighton. Þar voru um 550 manns frá 150 fyrirtækjum samankomnir til að fylgjast með afhendingunni.

CCP stóð uppi sem sigurvegari og skaut sér þannig fram yfir fyrirtæki á borð við Rovio frá Finnlandi og Crytek frá Þýskalandi. Alls voru 96 fyrirtæki í Evrópu tilnefnd til verðlaunanna í ár.

Develop Awards eru haldin árlega í Brighton í Englandi til að heiðra þau evrópsku fyrirtæki sem þykja skara fram úr í þessum ört vaxandi skapandi iðnaði. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð virtum eintaklingum í leikjaiðnaðinum og kemur saman árlega til að kjósa þau fyrirtæki og einstaklinga sem standa fremstir meðal jafningja.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu þakkar Hilmar Veigar Pétursson þennan mikla heiður og segir verðlaunin fyrst og fremst viðurkenningu á þeim einbeitta dugnaði og elju starfsmanna CCP sem hefur skilað meira brautargengi fyrir EVE en nokkru sinni á nærri tíu ára ferli leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×