Innlent

Færri aka göng undir Hvalfjörð

Að meðaltali 230 bílum færri á sólarhring í sumar en í fyrrasumar.
Að meðaltali 230 bílum færri á sólarhring í sumar en í fyrrasumar.
Vegagerðin segir að nú í júlí hafi umferð um Hvalfjarðargöng dregist saman um tæp 6 prósent miðað við júlí í fyrra. Í júní dróst umferð um göngin hins vegar aðeins saman um 02, prósent miðað við í fyrra. „Mest dregst umferð saman á laugardögum eða um 10,5 prósent en það samsvarar því að um 750 færri bílum hafi verið ekið um Hvalfjarðargöng að meðaltali hvern laugardag í júlí,“ segir Vegagerðin og bætir við að samanlagt í júní og júlí hafi umferð um göngin minnkað um 3 prósent frá í fyrrasumar. „Það samsvarar því að um 230 færri bílum á sólarhring hafi verið ekið um göngin að meðaltali.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×